Akur við höfnina
Við bjóðum ykkur velkomin á Akur – nýjan veitingastað og vínbar í miðborg Reykjavíkur. Við elskum franskan mat, eins og sjá má á matseðlinum. Hann er árstíðabundinn því við notum hráefnið þegar það er upp á sitt besta.


Að njóta matar er augnablik þar sem bragð, lykt, umhverfi og vellíðan sameinast í eitt. Við trúum því að góður matur, eldaður frá grunni, skili ekki aðeins frábærri máltíð og einstöku augnabliki heldur einnig betri líðan.
Við viljum að þér líði eins vel eftir matinn og meðan á máltíð stendur og höfum það viðmið að nota engin innihaldsefni sem er minna en 100 ára góð reynsla af.


Vínið fullkomnar máltíðina
Vínin okkar koma fyrst og fremst frá litlum og vönduðum framleiðendum og úrvalið er sérstaklega gott frá Champagne og Bourgogne. Það skiptir okkur máli hvaðan vínin koma og sérstök áhersla er lögð á vín frá Frakklandi og þeirra næstu nágrönnum.